
Jólafundur Ægisbúa
Jólafundur Ægisbúa snýr aftur þann 18. desember. Við ætlum að safna öllum Ægisbúunum saman til þess fanga jólagleðina. Við ætlum að éta nokkrar piparkökur og drekkja okkur í kakói. Vonandi sjáum við sem flesta mæta.
Félagið býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-18 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samvinnu, fræðslu og leiki. Farið er í útilegur, skátamót og dagsferðir yfir starfsfárið auk vikulegra skátafunda.


Jólafundur Ægisbúa snýr aftur þann 18. desember. Við ætlum að safna öllum Ægisbúunum saman til þess fanga jólagleðina. Við ætlum að éta nokkrar piparkökur og drekkja okkur í kakói. Vonandi sjáum við sem flesta mæta.

Aðalfundur Skátafélagsins Ægisbúa verður haldin 11. febrúar 2025 klukkan 19:00 í skátaheimili Ægisbúa. Það verður boðið upp á mat á fundinum.

Bandalag íslenskra skáta býður skátum um allan heim á Landsmót sumarið 2026. Landsmótið verður haldið dagana 20. – 26. júlí og verður þemað “á norðurslóð”. Komið með og upplifið ævintýrin í heillandi umhverfi Hamra.