Félagsútilega
Næsta félagsútilega Ægisbúa verður haldin helgina 18. - 20. október og verður fálkaskátum og eldri boðið með í för. Enn á eftir að negla niður skála en spennan eykst þó. Högni Gylfason var skipaður formaður útilegunefndar á síðasta foringjaráðsfundi og mun leiða næsta teymið sem sér um útileguna. Skráning mun fara fram á Sportabler.