Skátafélagið Ægisbúar

Félagið býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-18 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samvinnu, fræðslu og leiki. Farið er í útilegur, skátamót og dagsferðir yfir starfsfárið auk vikulegra skátafunda.

Næstu viðburðir

Félagsútilega Ægisbúa

Félagsútilega Ægisbúa verður haldin upp í Vindáshlíð dagana 7.-9. febrúar og er öllum aldursbilum boðið að koma. Mæting er upp í Skátaheimili 18:30 þar sem að við tökum rútu upp í Vindáshlíð. Allur matur er innifalinn. Frekari upplýsingar eru að finna inni á sportabler.

Aðalfundur Ægisbúa 2025

Aðalfundur Skátafélagsins Ægisbúa verður haldin 19. febrúar 2025 klukkan 20:00 í skátaheimili Ægisbúa.