Skátafélagið Ægisbúar

Félagið býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-18 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samvinnu, fræðslu og leiki. Farið er í útilegur, skátamót og dagsferðir yfir starfsfárið auk vikulegra skátafunda.

Næstu viðburðir

Félagsútilega

Næsta félagsútilega Ægisbúa verður haldin helgina 18. - 20. október og verður fálkaskátum og eldri boðið með í för. Enn á eftir að negla niður skála en spennan eykst þó. Högni Gylfason var skipaður formaður útilegunefndar á síðasta foringjaráðsfundi og mun leiða næsta teymið sem sér um útileguna. Skráning mun fara fram á Sportabler.

Jólafundur Ægisbúa

Jólafundur Ægisbúa snýr aftur þann 17. desember. Við ætlum að safna öllum Ægisbúunum saman til þess fanga jólagleðina. Við étum nokkrar piparkökur og drekkjum okkur í kakói.