Skátafélagið Ægisbúar

Félagið býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-18 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samvinnu, fræðslu og leiki. Farið er í útilegur, skátamót og dagsferðir yfir starfsfárið auk vikulegra skátafunda.

Næstu viðburðir

Tré og tjútt

Ungmennaráð BÍS ætlar að halda helgarviðburð fyrstu helgina í september, 5.-7. september, í Esjuhlíðum. Markmið helgarinnar er að gróðursetja tré og runna, grisja og taka almennt til hendinni við að fegra og viðhalda náttúrunni í Esjuhlíðum. Skráning opnar á skraning.skatarnir.is (https://www.abler.io/shop/skatarnir) 1. júlí og lýkur 29. ágúst.

Fálkaskátadagurinn 2025

Fálkaskátadagurinn er árlegur viðburður sem haldinn er fyrstu helgina í nóvember. Skátafélög skiptast á að halda daginn þar sem þau bjóða fálkaskátum landsins í heimsókn í sitt hverfi/bæjarfélag þar sem fálkarnir taka þátt í dagskrá og gleðjast saman.

Landsmót 2026

Bandalag íslenskra skáta býður skátum um allan heim á Landsmót sumarið 2026. Landsmótið verður haldið dagana 20. – 26. júlí og verður þemað “á norðurslóð”. Komið með og upplifið ævintýrin í heillandi umhverfi Hamra.