
Tré og tjútt
Ungmennaráð BÍS ætlar að halda helgarviðburð fyrstu helgina í september, 5.-7. september, í Esjuhlíðum. Markmið helgarinnar er að gróðursetja tré og runna, grisja og taka almennt til hendinni við að fegra og viðhalda náttúrunni í Esjuhlíðum. Skráning opnar á skraning.skatarnir.is (https://www.abler.io/shop/skatarnir) 1. júlí og lýkur 29. ágúst.