Félagssöngur Ægisbúa

Félagssöngur Ægisbúa er sunginn í kvöldvökum félagsins. Það er kjörið tækifæri að læra hann utan af.

Ægisbúar erum og ætlum okkur senn að eflast að viti og dáð. Þjóðin þarfnast fleiri betri og meiri menn sem megna að gefi henni ráð. Við skulum bæta hennar kjör til þess höfum við æskufjör að hún auðgist á heilbrigðan hátt og flest okkar verk skulu fljótt metast merk þá mun þjóðin öll finna okkar mátt.

Nú gefum það heit er við stígum á stokk að sigrast á sérhverri þraut. Því munum við treysta vorn fullhuga flokk og fjarlægja öll björgin úr braut. Til þess höfum við mátt, ef við stöndum í sátt eins og skátum er trúandi til aðeins sýnum nú þor því skapast þau spor, sem þjóðinni er allri í vil.

J.Þ.

Einnig er tilvalið að læra hrópið okkar fyrir skátamót!

Við erum allra best á ýmsum sviðum,

einstaklega skemmtileg,

háttvirtust frá öllum hliðum,

hógvær bæði og yndisleg,

Dugnaður og drengimennska drýgja okkar dáð,

Ægisbúar erum við og engum öðrum háð! (x2)

Harpa Ósk Valgeirsdóttir