Skátaþing 2024

Skátaþing 2024 fer fram helgina 5.-7. apríl á Sólheimum í Grímsnesi og á Úlfljótsvatni og er skátafélag Sólheima gestgjafi þingsins.

Dagsetning
05.04.24 17:00-07.04.24 13:00
Aldurshópar
FjölskylduskátarDrekaskátarFálkaskátarDróttskátarRekkaskátarRóverskátarEldri skátar

Þingið hefst með stetningu klukkan 19:00 föstudaginn 5. apríl á Sólheimum og lýkur kl. 13:00 sunnudaginn 7. apríl á Úlfljótsvatni. Aðstaðan á Sólheimum opnar kl. 18:00 á föstudag og frá þeim tíma er hægt að fá þinggögn afhent.

Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og er sérstök athygli vakin á því að skv. 17. grein laga BÍS er kosningaár. Einnig re rétt að vekja athygli á greinum 18.-20. í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér á síðu bandalagsins.