Landsmót 2024

Eftir nokkur ár er loksins komið að því að við sameinumst aftur á skátamóti, hittum vini og fjölskyldu og eignumst nýja skátavini á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni vikuna 12.-19. júlí 2024.

Dagsetning
12.07.24 12:00-19.07.24 16:00
Staðsetning
Úlfljótsvatn
Aldurshópar
FjölskylduskátarDrekaskátarFálkaskátarDróttskátarRekkaskátarRóverskátarEldri skátar

Þema mótsins : Ólíkir heimar

Fyrir langa löngu varð tímamóta uppgötvun í vísindum sem að leiddi í ljós nýjar veraldir allt í kringum okkur. Þessir heimar búa yfir mismunandi eiginleikum sem endurspeglast í fólkinu, Skátar hvers heims hafa því sína styrkleika og búa yfir ákveðni hæfni sem tengist sérkennum þeirra heima: Bergheimur, Jurtaheimur, Vatnaheimur, Eldheimur, Tækniheimur. Fyrir nánari upplýsingar um þemað er hægt að kíkja á skátamóts síðuna hér.

Fjölskyldubúðir

Í boði verður fjölskyldubúðir þar sem fjölskyldur geta tjaldað og tekið að hluta til í dagskrá mótsins auk dagskrá fjölskyldubúða. Nánar um fjölskyldubúðir kemur í haust.