Félagsútilega Ægisbúa verður haldin upp í Vindáshlíð dagana 7.-9. febrúar og er öllum aldursbilum boðið að koma. Mæting er upp í Skátaheimili 18:30 þar sem að við tökum rútu upp í Vindáshlíð. Allur matur er innifalinn. Frekari upplýsingar eru að finna inni á sportabler. Þetta verður galdraþemuð útilega sem boðar fjöri! Högni Gylfason hefur verið skipaður útileguforingi.