Drekaskátamót 2024

Drekaskátamót 2024 verður haldið helgina 31. maí – 2. Júní 2024, en líkt og síðustu tvö ár verður mótið yfir heila helgi. Skátarnir gista því tvær nætur frá föstudegi fram á sunnudag.

Dagsetning
31.05.24 15:00-02.06.24 17:00
Staðsetning
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Aldurshópar
Drekaskátar

Skráning á mótið fer fram inn á skraning.skatarnir.is, mikilvægt er að velja rétt skátafélag svo skátafélögin sjái skráningu sína skáta.
Vakin er athygli á því að stundum vilja sum félög halda sjálf utan um alla skráningu og rukkað fyrir bæði mótsgjald og sameiginlegan kostnaði hjá sér og því mikilvægt að fylgjast með hjá sínu skátafélagi hvernig þau vilja halda utan um skráningar.

Skráningu lýkur 1.maí.