Aðalfundur Ægisbúa 2026

Aðalfundur Skátafélagsins Ægisbúa verður haldin 11. febrúar 2025 klukkan 19:00 í skátaheimili Ægisbúa. Það verður boðið upp á mat á fundinum.

Dagsetning
11.02.26 19:00-19:00
Staðsetning
Ægisbúð
Aldurshópar
RekkaskátarRóverskátarEldri skátar

Aðalfundur Skátafélagsins Ægisbúa verður haldin 11. febrúar 2025 klukkan 19:00 í skátaheimili Ægisbúa.

Rétt til setu á aðalfundi hafa:

  1. Með atkvæðisrétti:
    1. Allir fullgildir lögráða félagar.
    2. Tvö ungmenni (13-17 ára) skipuð af foringjaráði.
  2. Með málfrelsi og tillögurétt:
    1. Allir starfandi skátar með aðild að BÍS.
    2. Foreldri og forráðamenn fullgildra félaga.

Eftirtaldir dagskrárliðir skulu a.m.k. koma fyrir í dagskrá aðalfundi hverju sinni:

  1. Setning aðalfundar.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Ársskýrsla.
  4. Lagðir skulu fram reikningar félagsins.
  5. Lagabreytingar.
  6. Kosning í stjórn félagsins.
  7. Kosning skoðunaraðila.
  8. Önnur mál.
  9. Slit aðalfundar.

A.m.k. viku fyrir fund verður hægt að finna hér í viðhengi:

  • Drög að dagskrá aðalfundar.
  • Drög að ársskýrslu.
  • Drög að ársreikningi.
  • Tillögur til lagabreytinga.

Kveðja,

Stjórn Ægisbúa